Episodes

Tuesday Jan 28, 2020
#19 - Stafrænir innviðir og rafrænar undirskriftir - Valur Þór Gunnarsson
Tuesday Jan 28, 2020
Tuesday Jan 28, 2020
Valur Þór Gunnarsson er meðstofnandi fyrirtækisins Taktikal og er sérfræðingur í rafrænum undirskriftum. Hann Valur hefur starfað í tæknigeiranum í rúm tuttugu ár og meðal annars átt viðkomu í bankageiranum.
Í þessu samtali ræddum við um stafræna innviði og rafrænar auðkenningar. Það er að eiga sér stað grundvallarbreyting í flæði viðskipta og ferla með bættum innviðum bæði erlendis og hér heima og getur þjóhagslegur ávinningur verið mikill.

Tuesday Jan 14, 2020
#18 - Samgöngur og samfélagsbreytingar - Jökull Sólberg
Tuesday Jan 14, 2020
Tuesday Jan 14, 2020
Jökull Sólberg er ráðgjafi hjá Parallel ráðgjöf og meðstofnandi Takumi. Hann hefur í gegnum tíðina starfað í hugbúnaðar- og tæknigeiranum hjá auglýsingastofum ásamt því að hafa tekið þátt í QuizUp ævintýrinu.
Í þessu samtali ræddum við um samgöngumál og hugtakið örfæði eða „micro mobility“ eins og það heitir á ensku. Framtíð bílsins og borgarlínan fengu sinn skerf af umræðu en við fórum einnig um víðan völl og ræddum tæknifyrirbæri og vísífjárfesta módelið.

Tuesday Dec 31, 2019
#17 - Horft inn í áratuginn - Hjálmar Gíslason og Jökull Sólberg
Tuesday Dec 31, 2019
Tuesday Dec 31, 2019
Jæja þá er komið að því. Þessi þáttur er svokölluð áramótabomba. Einn og hálfur klukkutími af áþreifanlegri framtíðarumræðu sem galopnaði augun mín fyrir tækifærum áratugarins sem er að renna í garð. Við fórum út um víðan völl og reyndum að átta okkur á samspili tækni og samfélagslegra þátta. Rætt var um orkuskiptin, byltingu í framleiðslu matvæla, uppstokkun fjármálamarkaða, mun á hugsunarhætti kynslóða, tækifæri í auknu siðfræði og hvernig gervigreindin og internetið heldur áfram að teygja anga sína í aðra geira.
Ég fékk tvo flotta einstaklinga til að spá með mér í áratuginn. Við byrjum að heyra frá honum Hjálmari Gíslasyni sem er betur þekktur sem Hjalli og síðan kemur Jökull Sólberg sterkur inn um miðjan þátt með innlegg um samfélagslegar breytingar og samgöngur. Hjalli dregur þetta svo allt saman í lokin af einskærri snilld.
Hann Hjalli hefur verið virkur í tækni og frumkvöðlasenunni á Íslandi. Hann er núna að vinna að sínu fimmta fyrirtæki sem ber heitið Grid og er að draga fram gögn á betri hátt með hjálp töflureikna. Hjálmar er stærsti eigandi og stjórnarformaður Kjarnans og hefur jafnframt gefið út tæknispá á hverju ári á sama miðli. Þessi spá hittir ítrekað naglann á höfuðið og því var tilvalið að fá Hjalla í þáttinn og reyna að ná utan um komandi áratug.

Tuesday Dec 17, 2019
#16 - Undirbúningsþáttur fyrir áramótin
Tuesday Dec 17, 2019
Tuesday Dec 17, 2019
Í dag verður þátturinn ekki formlegur þar sem ég er að vinna hörðum höndum þessa dagana að koma saman áramótaþætti. Það hittir svo skemmtilega á að þarnæsti þriðjudagur er gamlársdagur, sem er líka síðasti dagur áratugarins. Það fer reyndar eftir því hvernig fólk telur, en í mínum bókum er það allavega upphaf áratugarins. Þátturinn gefur okkur því tækifæri sem við gátum ekki látið renna okkur úr greipum og þetta stefnir í að vera viðamesti þátturinn frá upphafi.
Ég er að taka saman efni og eiga mjög skemmtileg viðtöl við einstaklinga sem hafa mikið að segja um komandi áratug og þann sem er að líða. Í þættinu munum við helst velta upp hvernig áratugurinn snýr að tækni en það er erfitt að fjalla um komandi áratug án þess að tala um samfélagslegar breytingar sem eru líka að eiga sér stað.
Ef þú ert með hugmynd að vinkli til að ræða máttu endilega senda mér línu á kristjan@ibf.is þar sem það er ennþá möguleiki að lauma viðfangsefni eða viðmælanda inn í þáttinn.

Tuesday Dec 03, 2019
#15 - Námuvinnsla rafmynta (e. mining) - Daníel Fannar Jónsson
Tuesday Dec 03, 2019
Tuesday Dec 03, 2019
Daníel Fannar Jónsson situr í stjórn Rafmyntaráðs Íslands og starfar sem ráðgjafi á sviði rafmynta með áherslu á námugröft. Hann hefur áratuga reynslu af upplýsingatækni á alþjóðlegum vettvangi þar sem hann hefur starfað fyrir HP og Dell meðal annara og nú síðast hjá Advania Data Centers sem Director of Blockchain Technologies.
Í þessu samtali ræddum við um námugröft rafmynta (e.mining), helmingunaráhrif Bitcoin í maí á næsta ári (e. halving) og ástæður þess að námuvinnsla er svona umfangsmikil á Íslandi.

Tuesday Nov 19, 2019
#14 - Vextir, lán og fjárfestingar - Kristrún Mjöll Frostadóttir
Tuesday Nov 19, 2019
Tuesday Nov 19, 2019
Kristrún Mjöll Frostadóttir er aðalagfræðingur Kviku banka. Kristrún er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál, og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla.
Kristrún starfaði um tíma hjá fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þar vann hún sem sérfræðingur í greiningardeild, fyrst í New York og síðan í London. Hún hefur einnig starfað hjá Seðlabanka Íslands, í greiningardeild Arion banka og hjá Viðskiptaráði.
Í þessu samtali ræddum við um vexti og þá lágvaxtaslóðir sem þeir hafa þrætt undanfarna mánuði í kjölfar lækkunar á stýrivöxtum. Við ræddum einnig um hvað það er að vera fjármagnseigandi í krafti lífeyrissjóða og hvaða áhrif lægri vextir hafa frá mismunandi sjónarhornum, ásamt því að velta upp tækifærum í fjárfestingum hins opinbera.

Tuesday Nov 05, 2019
Tuesday Nov 05, 2019
Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandic Startups og situr einnig í stjórn Útflutnings- og markaðsráðs Íslandsstofu, Viðskiptaráðs Íslands og Verðbréfamiðstöðvarinnar. Áður starfaði hún forstöðumaður í Opna Háskólanum. Árin 2016 og 2017 var Salóme svo valin ein af hundrað áhrifamestu einstaklinganna innan sprotaheimsins á norðurlöndunum.
Í þessu samtali ræddum við um nýmótaða nýsköpunarstefnu stjórnvalda, framtíð viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík ásamt því að ræða um Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni sem lauk á dögunum.
Enn og aftur fer fram fyrirlestur í dag um rafmyntir og bálkakeðjur í Háskóla Íslands í byggingu VR-II í sal 157.

Tuesday Oct 22, 2019
#12 - Hvað eru peningar og hvernig verða þeir til?- Jón Helgi Egilsson
Tuesday Oct 22, 2019
Tuesday Oct 22, 2019
Jón Helgi Egilsson snerti fyrst á Bitcoin árið 2012 og hefur síðan þá komið að nokkrum skýrslum um rafmyntir og bálkakeðjur en þar ber hæst að nefna forsíðugrein í Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (e. IEEE).
Á árunum 2011-2017 var jón vara- og stjórnarformaður bankaráðs seðlabanka Íslands. Jón hefur stofnað fjögur hugbúnaðarfyrirtæki og starfaði sem yfirmaður fjármálamarkaða hjá Landsbankanum.
Jón Helgi er verkfræðingur frá DTU í Kaupmannahöfn. Hann var einnig aðjúnkt í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og gestafræðimaður í Columbia háskólanum í New York.
Þessi þáttur verður með óvenjulegu sniði í dag þar sem þetta er upptaka frá fyrirletri sem var fluttur þriðjudaginn 15 október á seríunni rafmyntir á þriðjudögum. Um er að ræða virkilega gott erindi um hvernig peningar virka og hvernir peningar eru að færast yfir á rafrænt form í auknum mæli.
Í dag, þriðjudaginn 22. október fer fram fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð um alla anga rafmynta og bálkakeðja. Næstur stígur hann Sveinn Valfells til leiks en hann mun kafa ofan í námuvinnslu.

Tuesday Oct 08, 2019
#11 - Breytingar í menntun og verkefnið SmileyCoin - Gunnar Stefánsson
Tuesday Oct 08, 2019
Tuesday Oct 08, 2019
Gunnar Stefánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Hann er mikill áhugamaður um kennslu og hefur um árabil verið í forsvari fyrir Styrktarfélagið Broskalla sem dreifir kennsluefni, hugbúnaði og tölvum til fátækra svæða í Kenýa.
Í þessu samtali ræddum við um hvernig stefnur í menntun eru að breytast, hvernig rafrænn kennsluhugbúnaður er að hjálpa sjálfstæði nemenda og hvernig maður fer að því að búa til rafmynt.
En að tilkynningum.
Frá síðasta þætti um XRP er komið í ljós að Ripple keypti íslenska félagið Algrím og stefnir í sókn á Íslandi. Við óskum þeim í Algrím til hamingju með söluna en einnig er kærkomið að fá fleiri stórfyrirtæki úr geiranum til landsins.
Monerium gerði einnig garðinn frægan og framkvæmdi m.a. fyrsta rafræna uppgjör sinnar tegundar í heiminum fyrir IKEA með snjallsamningi og þjóðargjaldmiðlum á bálkakeðjum í síðustu viku. Þessi færsla vakti heimsathygli og það verður gaman að fylgjast með hvað þau taka sér fyrir höndum á næstunni
Í dag, þriðjudaginn 8. október fer fram fimmti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð um alla anga rafmynta og bálkakeðja. Næstur stígur hann Gísli Kristjánsson til leiks en hann er einmitt meðstofnandi og tækniþróunarstjóri Monerium. Klárlega fyrirlestur sem þú mátt ekki missa af. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og fara fram í Háskóla Íslands kl 15:00 í sal 157 í byggingu VR-II. Fyrirlestrarnir verða svo haldnir alla þriðjudaga á sama tíma til 26. nóvemer.

Tuesday Sep 24, 2019
Tuesday Sep 24, 2019
Pétur Jónsson er tónlistarmaður og hljóðhönnuður og hefur starfað í framleiðslu um árabil. Hann var valinn sem samstarfslistamaður ársins árið 2018 hjá Samsung og gerði hringitón í alla Samsung Galaxy síma það árið. Pétur hefur í gegnum árin verið með ýmsar dellur tengdri nýrri tækni og hvernig er hægt að beita henni í daglegu lífi.
Í þessu samtali ræddum við um hvernig það er að setja saman tónlist og þær breytingar sem hafa átt sér stað í því ferli með nýrri tækn, breyttu landslagi í útgáfu á stafrænu efni ásamt því hvernig greiðslumiðlun er að breytast með tilkomu rafmynta og bálkakeðjulausna eins og XRP.
En að tilkynningum.
Það er skemmtilegur áfangi að gefa út tíunda þáttinn í þessari hlaðvarpseríu og móttökurnar hafa verið frábærar. Nú eru komnar yfir 2500 hlustanir og mig langar að biðja þig um að deila þessu og gefa hlaðvarpinu einkunn á streymisveitunni sem þú ert að hlusta á til að þættirnir nái til sem flestra. Jafnframt langar mig að benda á að allar ábendingar eru vel þegnar á netfangið kristjan@ibf.is.
Í dag, þriðjudaginn 24. september fer fram þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð um alla anga rafmynta og bálkakeðja. Næstur stígur hann Gunnlaugur Jónsson til leiks, en hann er framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og fara fram í Háskóla Íslands kl 15:00 í sal 157 í byggingu VR-II. Fyrirlestrarnir verða svo haldnir alla þriðjudaga á sama tíma til 26. nóvemer.
En nóg um það, vindum okkur í samtalið.